Liverpool komst aftur á sigurbraut

Dagur Lárusson skrifar
Salah var á skotskónum.
Salah var á skotskónum. vísir/getty
Það voru engin streitumerki á liði Liverpool á Anfield í dag þegar liðið bar sigurorð á Bournemouth 3-0 þar sem Mané, Wijnaldum og Salah skoruðu mörk Liverpool.

 

Leikurinn fór heldur hægt af stað en Liverpool var þó mikið meira með boltann án þess að skapa sér mikið af opnum marktækifærum. En liðsmenn Liverpool héldu þó áfram að sækja og það var á 24. mínútu þar sem Sadio Mané braut ísinn með flottu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Milner.

 

Tíu mínútum seinna tvöfaldaðist forysta Liverpool en þá átti Gini Wijnaldum frábært hlaup frá miðjunni inná teig og gaf Robertson góða sendingu á hann og vippaði Gini boltanum yfir Boruc í markinu, frábært mark og staðan 2-0.

 

Liðsmenn Liverpool voru síðan ekkert á þeim buxunum að hleypa Bournemouth inní leikinn en þriðja mark liðsins kom strax á 48. mínútu í seinni háfleiknum en þá átti Roberto Firmino frábæra hælsendingu á Mo Salah sem tók boltann og afgreiddi hann framhjá Boruc. Staðan 3-0 og Liverpool búið að gera útaf við leikinn.

 

Eftir leikinn er Liverpool komið á toppinn á ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik, a.m.k. þar til City tekur á móti Chelsea á morgun í stórleik umferðarinnar.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira