Wood með tvö í sigri Burnley

Dagur Lárusson skrifar
Chris Wood.
Chris Wood. vísir/getty
Chris Wood skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Brighton í ensku úrvaldeildinni í dag en með sigrinum komst liðið upp úr fallsæti.

 

Það var engin Jói Berg í leikmannahópi Burnley en hann er enn að glíma við meiðsli.

 

Það var jafnræði með liðinum á fyrstu mínútu leiksins en hvorugu liðinu tókst þó að skapa sér álitleg marktækifæri. En það var svo á 26. mínútu þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það var Chris Wood sem skoraði það eftir hræðileg mistök Lewis Dunk í vörn Brighton.

 

Í seinni hálfleiknum voru liðsmenn Brighton meira með boltann en náðu þó ekki að opna vörn Burnley almennilega og reyndu Burnley að notfæra sér allar mögulegar skyndisóknir. Chris Wood náði að gera sér mat úr einni slíkri á 62. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark og annað mark Burnley.

 

Það var síðan um tíu mínútum seinna þar sem Burnley fengu dæmda vítaspyrnu. Á punktinn steig Ashley Barnes sem skoraði af miklu öryggi og staðan því orðin 3-0.

 

Shane Duffy náði að klóra í bakkan fyrir Brighton áður en leiknum lauk og lokatölur því 3-1. Eftir leikinn er Burnley í fimmtánda sæti með 27 stig á meðan Brighton er sæti ofar með jafnmörg stig en betra markahlutfall.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira