Innlent

Lögregla stöðvaði bíl sem rétt glitti í vegna snjós

Atli Ísleifsson skrifar
Nauðsynlegt er að skafa almennilega af bílum til að tryggja öryggi í umferðinni.
Nauðsynlegt er að skafa almennilega af bílum til að tryggja öryggi í umferðinni. Lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði á dögunum bíl í umferðinni eftir að lögreglumönnum í eftirliti blöskraði þá sjón að sjá bílinn sem var þakinn snjó. Var bíllinn stöðvaður snarlega.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að það hafi rétt glitt í bílinn, svo þakinn hafi hann verið af snjó.

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að fara út í umferðina á bílum í svona ástandi er stórhættulegt. Málið var afgreitt með því að viðkomandi var gert að snjóhreinsa bílinn og var svo sektaður,“ segir í tilkynningunni.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×