Erlent

Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sést á þessari mynd er ísinn ekki endilega mjög traustur.
Eins og sést á þessari mynd er ísinn ekki endilega mjög traustur. vísir/epa
Líkt og fjallað hefur verið um gengur nú mikið kuldakast yfir miðvesturríki Bandaríkjanna.

Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Þá hafa átta látið lífið vegna kuldans.

Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið til að mynda náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt.

Vatnið hefur vakið mikla athygli netverja en fjöldi mynda af ísilögðu vatninu hafa birst á Twitter. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þeirra auk mynda sem ljósmyndarar hafa fangað.



Frosnir bakkar Michigan-vatns.vísir/getty
30 stiga frost hefur verið í Chicago.vísir/epa
Fimbulkuldinn sem gengið hefur yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur valdið samgöngutruflunum, skólhald hefur legið niðri og fólk hefur látið lífið.vísir/epa

Tengdar fréttir

Manndrápsveður vestanhafs

Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×