Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13-17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir fáklæddum myndum af henni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig er talað við erlendan afbrotafræðing sem bjó meðal fanga í tvær vikur og segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju.

Við sýnum frá afhendingu nýs sjúkrahótels á spítalalóðinni við Landsspítalann, segjum frá plastbanni sem sett verður á eftir tvö ár og skýrum frá tillögum félags- og barnamálaráðherra að aðgerðum vegna kennitöluflakks og mansals.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×