Enski boltinn

Glugga-Harry keypti bara hamborgara en enga leikmenn á gluggadeginum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry bregður á leik í auglýsingunni.
Harry bregður á leik í auglýsingunni. mynd/mcdonalds
Gluggadagurinn fór fram á Englandi í gær en félagsskiptaglugganum lokaði á miðnætti. Mörg lið nældu sér í leikmenn og þéttu raðirnar fyrir síðari helminginn á tímabilinu.

Hinn 71 árs gamli Harry Redknapp hefur tekið þátt í mörgum gluggadögum og var hann alltaf þekktur fyrir sín skemmtilegu viðtöl í gegnum bílrúðuna hjá sér.

Hann var alltaf léttur er hann ræddi við fjölmiðlamenn á lokadegi félagsskiptagluggans er hann stýrði liðum á borð við West Ham, Tottenham, Porttsmouth og QPR svo eitthvað sé nefnt.

Nú er Redknapp ekki í neinni stjórastöðu og sá McDonald's sér því leik á borði og lék hann leika í auglýsingu ásamt syni sínum, sérfræðingnum Jamie Redknapp, er þeir skelltu sér á McDonald's.

Sjón er sögu ríkari en auglýsinguna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×