Enski boltinn

"Erfitt að mótivera þessa leikmenn“

Dagur Lárusson skrifar
Sarri var mjög reiður eftir leik.
Sarri var mjög reiður eftir leik. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var alls ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Arsenal í gærkvöldi og sagði t.d. að það væri erfitt að finna baráttuandann í leikmönnum sínum.

 

Liðsmenn Arsenal byrjuðu leikinn af miklum krafti og var Chelsea í miklu basli til að byrja með og náði Lacazette að koma Arsenal yfir á fjórtándu mínútu. Eftir það mark varð leikurinn rólegri en liðsmenn Chelsea virkuðu þó ennþá heldur slappir.

 

Sarri lét stór orð falla á blaðamannafundinum eftir leik.

 

„Ég er ekki ánægður því ég vil frekar koma hérna inn eftir leik og inn í búningsherbergi og tala um taktíkina í leiknum og hvernig við töpuðum honum taktíkst séð.“

 

„Í dag þá ætla ég líka að tala á ítölsku því ég vil senda skýr skilaboð til leikmanna minna. Ég vil ekki gera nein mistök með enskunni minni.“

 

„Ég er reiður, mjög reiður því þetta tap var útaf okkar hugarfari meira heldur en nokkuð annað. Við spiluðum gegn liði sem ætlaði sér sigurinn og var með það sem hugarfar og það er eitthvað sem ég get ekki sætt við mig.“

 

„Við lenntum í því sama gegn Tottenham í nóvember. Við töluðum mikið um það tap og hvernig við nálguðumst þann leik. Ég talaði við leikmennina og ég hélt að við værum komnir yfir þetta vandamál.“

 

„Það virðist vera þannig að það er mjög erfitt að mótivera þessa leikmenn og finna baráttuanda þeirra.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×