Óhófleg framúrkeyrsla óalgeng hjá ríkinu samkvæmt skýrslu Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2019 11:32 Kostnaðarstjórnun hins opinbera við framkvæmdir hefur batnað síðustu ár. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) heyrir til undantekninga að veruleg frávik verði frá kostnaðaráætlunum við opinberar framkvæmdi á hennar vegum hér á landi. Að undanförnu hefur verið fjallað talsvert um ýmsar framkvæmdir sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlunum. Í skýrslu FSR kemur hins vegar fram að áætlanagerð í framkvæmdum er heilt á litið í góðu horfi núorðið hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslunni eru teknar fyrir þær opinberu framkvæmdir sem Framkvæmdasýsla ríkisins hafði umsjón með, alls 139 talsins, sem lauk á árabilinu 1998 til 2016.Skýrsla FSRRannsóknastofa á Keldum fram úr áætlun um 69,3% Kostnaðarstjórnun hins opinbera hefur batnað síðustu ár en á fyrri hluta tímabilsins var framúrkeyrsla 7,7% en á seinni hluta 1,9%. Meðal þeirra verkefna sem fóru hvað mest fram úr áætlun á tímabili voru endurbætur á Þjóðminjasafni, þar fór kostnaður 36,3% fram úr áætlun, 980,8 m.kr. Einnig fór ný öryggisrannsóknarstofa á Keldum fram úr kostnaðaráætlun um 69,3% eða 128 m.kr. Meðal verkefna sem kostuðu mun minna en gert var ráð fyrir voru snjóflóðagarðar á Seyðisfirði, Ólafsfirði og í Neskaupstað. Utanhúss viðgerðir á Læknagarði, húsnæði Háskóla Íslands kostuðu 43,8 m. kr minna en gert var ráð fyrir, nam það 40,1%. Að sama skapi var kostnaður við utanhúsviðgerðir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 50,7% minni en gert hafði verið ráð fyrir. Verkefni sem stóðust hvað best kostnaðaráætlun voru til að mynda, Barnaspítali Hringsins (-0,2% frávik), snjóflóðavarnir í Bolungarvík (0,4% frávik).Sjá má að mest frávik voru frá áætlunum við endurbætur innanhúss.Skýrsla FSRMörg stór verkefni framundan Um helmingur verkefnanna flokkast undir minni nýbyggingar og stór endurbótaverkefni innanhúss og er algengast að verkefnin tengist heilbrigðisstofnunum. Flestar framkvæmdirnar voru á höfuðborgarsvæðinu. „Þrátt fyrir að dæmi séu um einstaka opinberar framkvæmdir á vegum FSR sem fari fram úr áætlunum þá er niðurstaðan sú að óhófleg framúrkeyrsla er fremur óalgeng hjá ríkinu,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSR í fréttatilkynningu FSR. „Fram undan eru mörg stór verkefni. Margar opinberar byggingar eru nú komnar á tíma varðandi viðhald og við vitum að standsetning eldri mannvirkja er flóknari og við byggjum æ oftar í þéttri byggð og grónum hverfum, sem hefur talsverð áhrif á flækjustig framkvæmda. Hlutverk Framkvæmdasýslunnar er að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna ríkisins við nýbyggingar og viðhald og við höfum sett markið á að efla enn frekar áætlunargerð sem lykilhæfni í okkar starfi,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir.Í skýrslunni eru einungis meðtaldar þær opinberu framkvæmdir sem FSR hefur umsjón með. Þar eru ekki meðtalin framkvæmdir sveitarfélaga, Vegagerðarinnar, Landspítalans og Háskóla Íslands að stórum hluta né opinberra hlutafélaga eins og Landsvirkjunar og ISAVIA. Stjórnsýsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) heyrir til undantekninga að veruleg frávik verði frá kostnaðaráætlunum við opinberar framkvæmdi á hennar vegum hér á landi. Að undanförnu hefur verið fjallað talsvert um ýmsar framkvæmdir sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlunum. Í skýrslu FSR kemur hins vegar fram að áætlanagerð í framkvæmdum er heilt á litið í góðu horfi núorðið hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslunni eru teknar fyrir þær opinberu framkvæmdir sem Framkvæmdasýsla ríkisins hafði umsjón með, alls 139 talsins, sem lauk á árabilinu 1998 til 2016.Skýrsla FSRRannsóknastofa á Keldum fram úr áætlun um 69,3% Kostnaðarstjórnun hins opinbera hefur batnað síðustu ár en á fyrri hluta tímabilsins var framúrkeyrsla 7,7% en á seinni hluta 1,9%. Meðal þeirra verkefna sem fóru hvað mest fram úr áætlun á tímabili voru endurbætur á Þjóðminjasafni, þar fór kostnaður 36,3% fram úr áætlun, 980,8 m.kr. Einnig fór ný öryggisrannsóknarstofa á Keldum fram úr kostnaðaráætlun um 69,3% eða 128 m.kr. Meðal verkefna sem kostuðu mun minna en gert var ráð fyrir voru snjóflóðagarðar á Seyðisfirði, Ólafsfirði og í Neskaupstað. Utanhúss viðgerðir á Læknagarði, húsnæði Háskóla Íslands kostuðu 43,8 m. kr minna en gert var ráð fyrir, nam það 40,1%. Að sama skapi var kostnaður við utanhúsviðgerðir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 50,7% minni en gert hafði verið ráð fyrir. Verkefni sem stóðust hvað best kostnaðaráætlun voru til að mynda, Barnaspítali Hringsins (-0,2% frávik), snjóflóðavarnir í Bolungarvík (0,4% frávik).Sjá má að mest frávik voru frá áætlunum við endurbætur innanhúss.Skýrsla FSRMörg stór verkefni framundan Um helmingur verkefnanna flokkast undir minni nýbyggingar og stór endurbótaverkefni innanhúss og er algengast að verkefnin tengist heilbrigðisstofnunum. Flestar framkvæmdirnar voru á höfuðborgarsvæðinu. „Þrátt fyrir að dæmi séu um einstaka opinberar framkvæmdir á vegum FSR sem fari fram úr áætlunum þá er niðurstaðan sú að óhófleg framúrkeyrsla er fremur óalgeng hjá ríkinu,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSR í fréttatilkynningu FSR. „Fram undan eru mörg stór verkefni. Margar opinberar byggingar eru nú komnar á tíma varðandi viðhald og við vitum að standsetning eldri mannvirkja er flóknari og við byggjum æ oftar í þéttri byggð og grónum hverfum, sem hefur talsverð áhrif á flækjustig framkvæmda. Hlutverk Framkvæmdasýslunnar er að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna ríkisins við nýbyggingar og viðhald og við höfum sett markið á að efla enn frekar áætlunargerð sem lykilhæfni í okkar starfi,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir.Í skýrslunni eru einungis meðtaldar þær opinberu framkvæmdir sem FSR hefur umsjón með. Þar eru ekki meðtalin framkvæmdir sveitarfélaga, Vegagerðarinnar, Landspítalans og Háskóla Íslands að stórum hluta né opinberra hlutafélaga eins og Landsvirkjunar og ISAVIA.
Stjórnsýsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira