Innlent

Lentu í snjóflóði en sluppu með skrekkinn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Útkall var afturkallað þegar ljóst var að allir voru óhultir.
Útkall var afturkallað þegar ljóst var að allir voru óhultir. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að snjóflóð hefði fallið í Tindfjöllum. Nýliðahópur frá björgunarsveitinni Ársæli var á ferð í fjallinu þegar snjóflóðið féll en útkall björgunarsveita var afturkallað þegar ljóst var að allir væru heilir á húfi. Tveir úr hópnum lentu í flóðinu en betur fór en á horfðist.

„Það er þarna um það bil 20 manna hópur frá okkur á fjallamennskunámsskeiði og það fellur þarna snjóflóð og hluti hópsins hann lendir í því að einhverju leyti en það eru allir heilir. Enginn sem að slasaðist og allir svona náðust mjög fljótt úr því,“ segir Vilhjálmur Halldórsson, formaður björgunarsveitarinnar Ársæls, en hópurinn var að leggja af stað aftur í bæinn þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld.

„Við vitum ekki nákvæmlega hvernig aðstæður voru. En það er náttúrlega aðal atriðið að það eru allir heilir og það slasaðist enginn og það er númer eitt, tvö og þrjú.“ 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×