Uppistandarar komnir með nóg af lygasögum Aaron Zarabi og Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 21. janúar 2019 13:57 Vísi hefur borist yfirlýsing frá grínistunum Helga Steinari Gunnlaugssyni, Aaron Zarabi og þriðja grínista sem ekki vill láta nafns síns getið. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Borið hefur á því að verið sé að ljúga upp á uppistandara af fólki sem hefur ekki gaman af efninu þeirra. Núna rétt fyrir helgi fór fram sýning á uppistandsklúbbnum The Secret Cellar á Lækjargötu þar sem 8 uppistandarar komu fram og fluttu 10-15 mínútur hver af efninu sínu. Eftir sýninguna var grínistanum Helga Steinari tilkynnt að blaðamaður á Reykjavik Grapevine, sem var viðstaddur sýninguna, hafi skrifað á Facebook síðu sína að gert hafi verið grín af því að verið væri að drepa samkynhneigt fólk í Rússlandi. Uppfærslan vakti mikla athygli og í kjölfarið lýstu margir (sem voru ekki á sýningunni) yfir reiði sinni gagnvart grínistum á Íslandi með því að segja að þetta væri bara eðlileg hegðun hjá þeim. The Secret Cellar byrjaði nýlega að streyma uppistandssýningar sínar í beinni á YouTube og gat Helgi þar með deilt upptökunni til að sýna fram á að ekki var farið með rétt mál. Hann deildi einnig svari við þessu máli á Facebook síðu sinni þar sem hann útskýrir að brandarinn beinist gegn rússnesku samfélagi fyrir hatur þeirra á samkynhneigðum og minnist hann aldrei á nein morð. „Ég hef flutt þennan brandara margoft áður og hafa allir viðstaddir skilið samhengi brandarans og hlegið, þar á meðal margir af mínum grínista vinum, sem eru sjálfir samkynhneigðir. Ég segi aldrei neitt upp á sviði sem ég get ekki varið og er ég engan veginn í því að hæðast að minnihlutahópum – enda hef ég aldrei lent í því að vera ásakaður um svona áður.“ Færslan sem gagnrýndi brandara um Rússland og samkynhneigð.Uppfærslan hefur verið tekin niður en fór sem eldur um sinu á hinu umrædda kvöldi og settu margir sig í samband við Helga. „Vinur minn sem er þekktur grínisti hérna á Íslandi spurði mig út í þetta þar sem margir voru farnir að senda honum skilaboð varðandi þetta mál. Meira að segja annar vinur minn í Skotlandi sem ég hafði ekki heyrt frá í langan tíma hafði einhvernveginn frétt af þessu“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppistandarar á Íslandi hafa lent í slíkum uppspuna eða að brandarar þeirra hafa verið teknir úr samhengi. Í nóvember árið 2017 var bandaríski grínistinn Aaron Zarabi að skemmta á uppistandskvöldi í Stúdentakjallara Háskóla Íslands þar sem hann gerði grín að íslenskunni. Hann velti fyrir sér „L“ hljóðinu og mismunandi framburði þess. Í brandarnum spyr hann „af hverju segir maður stundum svona en stundum ekki“. Svarið sem hann fékk var hreinlega „æji þú þarft bara að vita“. Þá segir hann „Þetta tungumál er óreiða. Auðvitað var það fundið upp af Víkingum. Þeir voru bara „við nauðgum, við rænum og rupplum – og stundum segjum við L (hliðmælt) og stundum bara venjulegt L hljóð.“ Brandarinn fór ekki vel í einn áhorfanda sem var viðstaddur sýninguna og birti hún í kjölfarið mynd af honum upp á sviði á Facebook síðunni „Karlar gera merkilega hluti“ þar sem hún ásakaði hann um að segja nauðgunarbrandara.Líkt og gerðist um seinustu helgi fóru margir að lýsa yfir reiði sinni, hvort sem þau höfðu séð sýninguna eða ekki og var sú ákvörðun tekin að láta það mál bara eiga sig þar sem það var ekki á rökum reist. „Við ákváðum að henda ekki meira bensíni á þann eld þar sem hún hafði augljóslega misskilið brandarann. En svona er auðvitað leiðinlegt þar sem þetta getur eyðilagt orðspor og feril grínista“ segir Aaron. Annar uppistandari (sem vildi ekki láta nafn síns getið) var að skemmta á Bar Ananas fyrir rúmu ári síðan þegar kona segir honum að henni finnist brandarar hans móðgandi. Hún fór í kjölfarið að ljúga því upp á hann að hann væri að lemja kærustu sína. Sá orðrómur hafði dreifst svo víða að kærasta hans þurfti að skerast inn í leikinn á lokaðri Facebook síðu þar sem verið var að tala um hann til að benda á þetta væri bara lygi.Frá uppistandskvöldi Stúdentakjallarans.Lygar hjálpa engum málstað Samfélagið hefur verið stöðugt að breytast á undanförnum árum og mikið hefur verið rætt um hvað má og má ekki grínast með. Hlutir eins og MeToo byltingin og viðhorf fólks gagnvart minnihlutahópum hafa varpað ljósi á viðkvæmni ákveðinna málefna. „Það er frábært að sjá hvað umburðarlyndi er að aukast en það er ekkert leyndarmál að það getur verið mjög erfitt að vera grínisti árið 2019. Það er engin reglubók til um það hver bannorðin eru og ef einhver tekur illa í brandarann þinn þá þarf oft ekki meira en eina stöðuuppfærslu til að eyðileggja heilan feril,“ segir Helgi. Margir grínistar vestanhafs hafa einnig lent í svipuðum árásum á samfélagsmiðlum fyrir brandara sína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Þegar sú ákvörðun var tekin að ráða Trevor Noah sem þáttarstjórnanda The Daily Show grófu margir upp gamlar færslur sem hann hafði skrifað á Twitter og ásökuðu hann um hommafælni. Grínistinn Kevin Hart lenti einnig í sömu aðstæðum þegar hann var beðinn um að kynna Óskarsverðlaunin og fannst mörgum 10 ára gamlar stöðufærslur hans vera móðgandi. Í ár verður hvorki boðið upp á skemmtiatriði grínista á Óskarsverðlaununum né á hinum árlega kvöldverði blaðamanna í Hvíta Húsinu. „Uppistandarar eru auðveld skotmörk þar sem við erum í þeim bransa að dansa oft á línunni. Ef við værum bara að segja þurra, ritskoðaða hluti sem allir eru sammála um þá ættum við betur heima á TED fyrirlestri frekar en uppistandsklúbb. Það er heldur engin ein „lína“ til þar sem allir hafa mismunandi viðhorf á það hvað er fyndið og hvað er móðgandi. Þessvegna er svo mikilvægt fyrir fólk að skilja að það er stór munur á brandara og staðhæfingu. Það sem uppistöndurum finnst fyndið að segja upp á sviði endurspeglar ekki endilega raunverulegt álit þeirra. Það sama á við um allar aðrar listgreinar. Bob Marley skaut til dæmis ekki fógetann í alvörunni bara vegna þess að hann söng það í einu af sínum lögum“. Slíkar árásir hafa meira að gera með athygli frekar en að berjast fyrir einhverjum málstað. „Þessi kona hefði auðveldlega getað talað við mig eftir sýninguna og sagt mér að henni fannst brandari minn smekklaus. En í stað þess ákvað hún að fara með gagnrýni sína beint á samfélagsmiðla, því þannig myndi hún fá lófaklappið frá öllum sem lesa statusinn hennar. Það er frekar sorglegur tími þegar fólk er farið að fórna sannleikanum og fleygja fólki undir strætóinn svona sem á það ekki skilið bara svo það geti fengið plús í kladdann frá „góða fólkinu“. Svona lygar hjálpa engum málstað og ef eitthvað er þá dregur það athygli frá því fólki sem er virkilega fordómafullt. Ef fólk er efins um stefnu grínista þá getur það einfaldlega mætt á uppistandskvöldin okkar og séð að þetta er ekkert annað en góðhjartað fólk sem vill bara láta aðra hlægja,“ segir Helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vísi hefur borist yfirlýsing frá grínistunum Helga Steinari Gunnlaugssyni, Aaron Zarabi og þriðja grínista sem ekki vill láta nafns síns getið. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Borið hefur á því að verið sé að ljúga upp á uppistandara af fólki sem hefur ekki gaman af efninu þeirra. Núna rétt fyrir helgi fór fram sýning á uppistandsklúbbnum The Secret Cellar á Lækjargötu þar sem 8 uppistandarar komu fram og fluttu 10-15 mínútur hver af efninu sínu. Eftir sýninguna var grínistanum Helga Steinari tilkynnt að blaðamaður á Reykjavik Grapevine, sem var viðstaddur sýninguna, hafi skrifað á Facebook síðu sína að gert hafi verið grín af því að verið væri að drepa samkynhneigt fólk í Rússlandi. Uppfærslan vakti mikla athygli og í kjölfarið lýstu margir (sem voru ekki á sýningunni) yfir reiði sinni gagnvart grínistum á Íslandi með því að segja að þetta væri bara eðlileg hegðun hjá þeim. The Secret Cellar byrjaði nýlega að streyma uppistandssýningar sínar í beinni á YouTube og gat Helgi þar með deilt upptökunni til að sýna fram á að ekki var farið með rétt mál. Hann deildi einnig svari við þessu máli á Facebook síðu sinni þar sem hann útskýrir að brandarinn beinist gegn rússnesku samfélagi fyrir hatur þeirra á samkynhneigðum og minnist hann aldrei á nein morð. „Ég hef flutt þennan brandara margoft áður og hafa allir viðstaddir skilið samhengi brandarans og hlegið, þar á meðal margir af mínum grínista vinum, sem eru sjálfir samkynhneigðir. Ég segi aldrei neitt upp á sviði sem ég get ekki varið og er ég engan veginn í því að hæðast að minnihlutahópum – enda hef ég aldrei lent í því að vera ásakaður um svona áður.“ Færslan sem gagnrýndi brandara um Rússland og samkynhneigð.Uppfærslan hefur verið tekin niður en fór sem eldur um sinu á hinu umrædda kvöldi og settu margir sig í samband við Helga. „Vinur minn sem er þekktur grínisti hérna á Íslandi spurði mig út í þetta þar sem margir voru farnir að senda honum skilaboð varðandi þetta mál. Meira að segja annar vinur minn í Skotlandi sem ég hafði ekki heyrt frá í langan tíma hafði einhvernveginn frétt af þessu“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppistandarar á Íslandi hafa lent í slíkum uppspuna eða að brandarar þeirra hafa verið teknir úr samhengi. Í nóvember árið 2017 var bandaríski grínistinn Aaron Zarabi að skemmta á uppistandskvöldi í Stúdentakjallara Háskóla Íslands þar sem hann gerði grín að íslenskunni. Hann velti fyrir sér „L“ hljóðinu og mismunandi framburði þess. Í brandarnum spyr hann „af hverju segir maður stundum svona en stundum ekki“. Svarið sem hann fékk var hreinlega „æji þú þarft bara að vita“. Þá segir hann „Þetta tungumál er óreiða. Auðvitað var það fundið upp af Víkingum. Þeir voru bara „við nauðgum, við rænum og rupplum – og stundum segjum við L (hliðmælt) og stundum bara venjulegt L hljóð.“ Brandarinn fór ekki vel í einn áhorfanda sem var viðstaddur sýninguna og birti hún í kjölfarið mynd af honum upp á sviði á Facebook síðunni „Karlar gera merkilega hluti“ þar sem hún ásakaði hann um að segja nauðgunarbrandara.Líkt og gerðist um seinustu helgi fóru margir að lýsa yfir reiði sinni, hvort sem þau höfðu séð sýninguna eða ekki og var sú ákvörðun tekin að láta það mál bara eiga sig þar sem það var ekki á rökum reist. „Við ákváðum að henda ekki meira bensíni á þann eld þar sem hún hafði augljóslega misskilið brandarann. En svona er auðvitað leiðinlegt þar sem þetta getur eyðilagt orðspor og feril grínista“ segir Aaron. Annar uppistandari (sem vildi ekki láta nafn síns getið) var að skemmta á Bar Ananas fyrir rúmu ári síðan þegar kona segir honum að henni finnist brandarar hans móðgandi. Hún fór í kjölfarið að ljúga því upp á hann að hann væri að lemja kærustu sína. Sá orðrómur hafði dreifst svo víða að kærasta hans þurfti að skerast inn í leikinn á lokaðri Facebook síðu þar sem verið var að tala um hann til að benda á þetta væri bara lygi.Frá uppistandskvöldi Stúdentakjallarans.Lygar hjálpa engum málstað Samfélagið hefur verið stöðugt að breytast á undanförnum árum og mikið hefur verið rætt um hvað má og má ekki grínast með. Hlutir eins og MeToo byltingin og viðhorf fólks gagnvart minnihlutahópum hafa varpað ljósi á viðkvæmni ákveðinna málefna. „Það er frábært að sjá hvað umburðarlyndi er að aukast en það er ekkert leyndarmál að það getur verið mjög erfitt að vera grínisti árið 2019. Það er engin reglubók til um það hver bannorðin eru og ef einhver tekur illa í brandarann þinn þá þarf oft ekki meira en eina stöðuuppfærslu til að eyðileggja heilan feril,“ segir Helgi. Margir grínistar vestanhafs hafa einnig lent í svipuðum árásum á samfélagsmiðlum fyrir brandara sína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Þegar sú ákvörðun var tekin að ráða Trevor Noah sem þáttarstjórnanda The Daily Show grófu margir upp gamlar færslur sem hann hafði skrifað á Twitter og ásökuðu hann um hommafælni. Grínistinn Kevin Hart lenti einnig í sömu aðstæðum þegar hann var beðinn um að kynna Óskarsverðlaunin og fannst mörgum 10 ára gamlar stöðufærslur hans vera móðgandi. Í ár verður hvorki boðið upp á skemmtiatriði grínista á Óskarsverðlaununum né á hinum árlega kvöldverði blaðamanna í Hvíta Húsinu. „Uppistandarar eru auðveld skotmörk þar sem við erum í þeim bransa að dansa oft á línunni. Ef við værum bara að segja þurra, ritskoðaða hluti sem allir eru sammála um þá ættum við betur heima á TED fyrirlestri frekar en uppistandsklúbb. Það er heldur engin ein „lína“ til þar sem allir hafa mismunandi viðhorf á það hvað er fyndið og hvað er móðgandi. Þessvegna er svo mikilvægt fyrir fólk að skilja að það er stór munur á brandara og staðhæfingu. Það sem uppistöndurum finnst fyndið að segja upp á sviði endurspeglar ekki endilega raunverulegt álit þeirra. Það sama á við um allar aðrar listgreinar. Bob Marley skaut til dæmis ekki fógetann í alvörunni bara vegna þess að hann söng það í einu af sínum lögum“. Slíkar árásir hafa meira að gera með athygli frekar en að berjast fyrir einhverjum málstað. „Þessi kona hefði auðveldlega getað talað við mig eftir sýninguna og sagt mér að henni fannst brandari minn smekklaus. En í stað þess ákvað hún að fara með gagnrýni sína beint á samfélagsmiðla, því þannig myndi hún fá lófaklappið frá öllum sem lesa statusinn hennar. Það er frekar sorglegur tími þegar fólk er farið að fórna sannleikanum og fleygja fólki undir strætóinn svona sem á það ekki skilið bara svo það geti fengið plús í kladdann frá „góða fólkinu“. Svona lygar hjálpa engum málstað og ef eitthvað er þá dregur það athygli frá því fólki sem er virkilega fordómafullt. Ef fólk er efins um stefnu grínista þá getur það einfaldlega mætt á uppistandskvöldin okkar og séð að þetta er ekkert annað en góðhjartað fólk sem vill bara láta aðra hlægja,“ segir Helgi.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun