Enski boltinn

Liverpool fyrsta félagið með meira en hundrað milljónir evra í hagnað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool.
Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/Laurence Griffiths
Rekstur Liverpool á síðasta ári gekk afar vel og svo vel að það er búist við því að enska úrvalsdeildarfélagið verði fyrsta félagið í sögunni sem græðir meira en hundrað milljónir evra á einu ári.

Þessi methagnaður Liverpool 2017-18 kemur einkum til vegna góðs árangurs í Meistaradeildinni sem og risasölu á einum af stjörnuleikmönnum félagsins til Barcelona.





Telegraph segir frá þessum hagnaðarspám í frétt á netsíðu sinni og þeirri staðreynd að Liverpool munu líklega setja nýtt met þegar ársreikningurinn verður gefinn út. Hundrað milljónir evra í gróða er hagnað upp á meira en 13,7 milljarða íslenskra króna.

Liverpool fékk 81,3 milljónir evra fyrir að komast alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og þá seldi félagið Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir um 130 milljónir evra.

Liverpool var ekki með í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og tekjur félagsins í tengslum við hana hafa gjörbreytt rekstri félagsins.

Liverpool hefur byggt ofan á gott tímabil í fyrra með enn betri árangri í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið er nú á toppnum með fjögurra stiga forskot á Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×