Innlent

Ætlaði að henda búslóðinni á víðavangi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ökumaðurinn var á leið í átt að Vogum á Vatnsleysuströnd.
Ökumaðurinn var á leið í átt að Vogum á Vatnsleysuströnd.
Athugull vegfarandi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum tilkynnti lögreglu á dögunum um grunsamlegar ferðir bíls, sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Bíllinn dró á eftir sér kerru, í hverri var heil búslóð og hugðist ökumaðurinn losa sig við dótið á víðavangi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Í tilkynningu segir að þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi ökumaðurinn þegar tæmt kerruna og hent búslóðinni út í móa. Hann viðurkenndi að hafa ætlað að losa sig við dótið með þessum hætti.

„Honum var tjáð að stranglega væri bannað að losa sig við rusl með þessari aðferð og stæði það með greinilegum hætti á skilti sem væri við innakstur á vegslóðann,“ segir í tilkynningu.

Var ökumanninum því gert að hlaða búslóðinni aftur í kerruna og fara með hana í sorpeyðingarstöðina Kölku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×