Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Málið var á dagskrá þingsins í haust en nú liggur fyrir að málið verður ekki tekið fyrir á þessu þingi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Átakshópur um húsnæðismál kynnti í dag tillögur sínar en tillögurnar eru liður í því að liðka fyrir kjaraviðræðum. Ánægja virðist ríkja með tillögurnar, bæði hjá stjórnvöldum og innan verkalýðshreyfingarinnar en formaður VR telur að þær gætu hækkað ráðstöfunartekjur ákveðinna þjóðfélagshópa um tugi þúsunda. Rýnt verður nánar í tillögurnar í fréttatímanum.

Það var einnig nóg um að vera á Alþingi í dag en þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Vinstri grænna voru sjálfkjörnir sem nýir varaforsetar Alþingis og munu fá það verkefni að finna Klaustursmálinu farveg.

Reykhólahreppur tók ákvörðun í dag um veglínu um Teigskóg en afar skiptar skoðanir hafa verið um málið. Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út verkið fyrir áramót. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×