Lífið

Paul Potts mætti aftur tólf árum síðar og gerði allt vitlaust

Stefán Árni Pálsson skrifar
Potts er magnaður söngvari.
Potts er magnaður söngvari.
Breski söngvarinn Paul Potts mætti í skemmtiþáttunum America´s Got Talent: The Champions á dögunum. 

Þættirnir hófu göngu sína á NBC 7. janúar og taka aðeins keppendur þátt sem hafa annað hvort unnið Talent keppni eða komist í úrslit.

Á dögunum sáu lesendur Vísis Susan Boyle mæta aftur í slaginn tíu árum eftir að hún sló fyrst í gegn. 

Nú var komið að Paul Potts að sýna sig aftur en hann vann Britain´s Got Talent árið 2007 og var það í fyrsta sinn sem þættirnir fóru í loftið. 

Potts kom þá heldur betur á óvart þegar hann tók lagið Nessun Dorma í fyrstu áheyrnaprufunni. Hér að neðan má sjá þá prufu. 

Nú var komið að Potts að taka þátt í annarri raunveruleikaþáttaröð og mætti hann með óperuna Caruso sem hann flutti algjörlega óaðfinnanlega.

Potts greindi frá því í prufunni að síðan hann vann Britain´s Got Talent hefur hann ferðast um allan heim og haldið um 1100 tónleika. Hér að neðan má sjá flutning hans í nýju þáttunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×