Innlent

Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Jóhann Gunnar Þórarinsson stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum.
Jóhann Gunnar Þórarinsson stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum.
Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum.

Jóhann Gunnar Þórarinsson formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir að breytingar á námslánum á sínum tíma hafi falið í sér miklar skerðingar.

„Skólaárið 2012 til 2013 voru samþykktar breytingar á útlánareglunum sen fólu í sér talsverðar skerðingar á námslánum til námsmanna erlendis. Um er að ræða tugi prósenta í mjög mörgum löndum. Þá voru frítekjumark og  ferðalán skert þannig að þú fékkst þau bara einu sinni á hverjum námsferli. Námsmönnum hefur fækkað í beinu hlutfalli við þessar skerðingar eða um fjórðung.

Mér finnst þetta töluverður áfellisdómur yfir lánasjóðnum,“ segir Jóhann. 

Jóhann segir að stjórn LÍN sé nú að ræða úthlutunarreglur fyrir næsta skólaár og þær verði birtar í apríl. 

„Við bindum vonir við að ferðalánin náist í gegn og hækkun á skólagjaldalánum og frítekjumarkið verði hækkað. Við bindum vonir við að eitthvað jákvætt gerist þegar nýjar úthlutunarreglur verða kynntar,“ segir Jóhann Gunnar Þórarinsson. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×