Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Geðheilbrigðismál í hælisleitendakerfinu hafa aldrei verið þyngri en nú og var áfallateymi Rauða krossins kallað þrisvar sinnum oftar út á síðastliðnu ári miðað við árið á undan.

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 hittum við íranskan hælisleitanda, sem bæði er andlega og líkamlega veikur, sem er á tólfta degi hungurverkfalls. Maðurinn er sárþjáður af gyllinæð og segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð.

Einnig fjöllum við um kjaraviðræðurnar sem héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki slaka á kröfum fyrir sitt fólk þrátt fyrir nýjar tillögur um húsnæðisumbætur. Einnig fjöllum við nánar um þær umbætur og segjum frá skattatillögum sem miðstjórn ASÍ samþykkti í dag.

Einnig fjöllum við um það helsta frá útlöndum, Brexit, björgunaraðgerðir á Spáni og óeirðir í Venesúela en hittum einnig káta krakka á Íslandi sem leika sér í snjónum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×