Innlent

Bjart­sýnn á að frum­varp um lækkun kosninga­aldurs nái fram að ganga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG.
Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG. vísir/vilhelm
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mælir í dag fyrir frumvarpi um lækkun kosningaaldurs úr 18 ára í 16 ár í kosningum til sveitarstjórna.

Um er að ræða sama frumvarp og hann lagði fram á þinginu 2017-2018 en það náði ekki fram að ganga þrátt fyrir að njóta mikils stuðnings þingheims eftir aðra umræðu.

Andrés Ingi kveðst bjartsýnn á að frumvarpið fáist samþykkt nú þar sem gagnrýnin á síðasta sneri að mestu leyti að því hversu skammur tími var í að kosið yrði til sveitarstjórna.

„Þá voru ekki nema tveir mánuðir til kosninga en ef maður lítur til atkvæðagreiðslunnar eftir aðra umræðu þá naut breytingin sem slík mikils stuðnings í þinginu,“ segir Andrés Ingi.

Hann bendir á að nú séu þrjú ár í næstu kosningar til sveitarstjórna og því ætti tímaramminn ekki að standa í neinum.

21 þingmaður er skráður sem flutningsmaður frumvarpsins og koma þeir úr öllum flokkum nema Miðflokknum og Flokki fólksins.

„Það að vera í meðflutningi er að sýna áþreifanlegan stuðning og ég held að það sé nokkuð sterkt að vera með þriðjung þingmanna,“ segir Andrés Ingi.


Tengdar fréttir

Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár

Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×