Viðskipti innlent

RÚV sektað um milljón fyrir lögbrot

Birgir Olgeirsson skrifar
Máttu ekki kosta Golfið.
Máttu ekki kosta Golfið. FBL/Ernir
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með kostunum Golfsambands Íslands á þáttaröðinni Golfið, sem var á dagskrá RÚV sumarið 2018, hafi Ríkisútvarpið ohf. brotið gegn lögum um ríkisfjölmiðilinn.

Málavextir voru þeir að fjölmiðlanefnd barst kvörtun frá Símanum hf. 23. maí 2018 þar sem fram kom að Síminn hf. teldi Ríkisútvarpið ohf. hafa brotið gegn 2. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið með kostun á sjónvarpsþættinum Golfið sem var á dagskrá RÚV þann 22. maí 2018.

Samkvæmt undantekningu frá meginreglu 2. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið er RÚV einungis heimilt að kosta íburðarmikla dagskrárliði og útsendingar innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.

Hefur Ríkisútvarpinu ohf. verið gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð einni milljón króna vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots, alvarleika þess og greiðslum sem Ríkisútvarpið ohf. þáði fyrir kostunina.

Lesa má ákvörðunina hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×