Erlent

Tónlistarmaðurinn James Ingram látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
James Ingram.
James Ingram. Getty/Earl Gibson III
Tónlistarmaðurinn James Ingram er látinn 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Greint er frá andláti Ingram á vef TMZ.

Ingram naut mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar með lögum á borð við Somewhere Out There og 100 Ways. Dúett hans og Patti Austin, Baby Come to Me, náði jafnframt efsta sæti á vinsældarlistum á sínum tíma.

Ingram vann tvenn Grammy-verðlaun á ferlinum og hlaut tólf tilnefningar til viðbótar. Þá var hann einn höfunda lagsins P.Y.T. með Michael Jackson.

Debbie Allen, leikkona og danshöfundur, minntist Ingram á Twitter í dag. Hann lætur eftir sig eiginkonu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×