Iðnaðarmenn skoða að semja til styttri tíma í einu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2019 13:29 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður iðnaðarmannafélaganna innan ASÍ, segir sambandið sjá sóknarfæri í að semja til styttri tíma í einu. Viðræður vegna kjarasamninga þeirra gangi vel og horft er til kröfu um að tekið sé hart á brotum á vinnumarkaði. Kristján segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi samninga iðnaðarmanna. „Við sjáum svona ákveðin sóknarfæri í því að samningstími verði ekki alltof langur. Það sem við erum að vinna svolítið út frá því að skoða möguleikann á að vera með skemmri samning, hvort sem það er þá til árs eða eins og hálfs árs eða eitthvað slíkt,“ segir hann. VR og Efling hafa talað fyrir því að hækka eigi laun upp launastigann í krónutölum en ekki prósentum eins og tíðkast hér á landi. Iðnaðarmenn hafa hingað til horft til prósentuhækkunar en segja launaliðinn og kröfur þar enn í mótun. „Varðandi markmið kjaraviðræðna hjá okkur þá erum við með það helst að ná fram auknum kaupmætti launa og ýta undir það að viðhalda því að kaupmáttur launa haldist á næstu árum. Þá á ég við að halda í þennan ávinning sem hefur náðst.“ Ekki hefur borið til tíðinda við samningaborðið hjá Starfsgreinasambandinu, en þessa vikuna hefur einnig verið fundað stíft í stærri og minni hópum með samtökum atvinnulífsins. Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa vísað kröfum sínum til Ríkissáttasemjara og verður næsti fundur já þeim næstkomandi miðvikudag. Verkalýðsfélag Grindavíkur sagði sig frá samninganefnd SGS fyrr í vikunni og mun slást í hópinn á næstu dögum. Framsýn á Húsavík gefur Starfsgreinasambandinu út þessa viku til að þoka samningum áfram, annars mun félagið stökkvar á vagninn með þessum fjórum fyrrgreindu félögum. „Megin markmiðið í samningum hjá okkur er að færa taxtana nær greiddu kaupi, eða semsagt hækka gólfið hjá okkur og stuðla að auknum kaupmætti launa,“ segir Kristján þórður, formaður um kröfur iðnaðarmanna. Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður iðnaðarmannafélaganna innan ASÍ, segir sambandið sjá sóknarfæri í að semja til styttri tíma í einu. Viðræður vegna kjarasamninga þeirra gangi vel og horft er til kröfu um að tekið sé hart á brotum á vinnumarkaði. Kristján segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi samninga iðnaðarmanna. „Við sjáum svona ákveðin sóknarfæri í því að samningstími verði ekki alltof langur. Það sem við erum að vinna svolítið út frá því að skoða möguleikann á að vera með skemmri samning, hvort sem það er þá til árs eða eins og hálfs árs eða eitthvað slíkt,“ segir hann. VR og Efling hafa talað fyrir því að hækka eigi laun upp launastigann í krónutölum en ekki prósentum eins og tíðkast hér á landi. Iðnaðarmenn hafa hingað til horft til prósentuhækkunar en segja launaliðinn og kröfur þar enn í mótun. „Varðandi markmið kjaraviðræðna hjá okkur þá erum við með það helst að ná fram auknum kaupmætti launa og ýta undir það að viðhalda því að kaupmáttur launa haldist á næstu árum. Þá á ég við að halda í þennan ávinning sem hefur náðst.“ Ekki hefur borið til tíðinda við samningaborðið hjá Starfsgreinasambandinu, en þessa vikuna hefur einnig verið fundað stíft í stærri og minni hópum með samtökum atvinnulífsins. Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa vísað kröfum sínum til Ríkissáttasemjara og verður næsti fundur já þeim næstkomandi miðvikudag. Verkalýðsfélag Grindavíkur sagði sig frá samninganefnd SGS fyrr í vikunni og mun slást í hópinn á næstu dögum. Framsýn á Húsavík gefur Starfsgreinasambandinu út þessa viku til að þoka samningum áfram, annars mun félagið stökkvar á vagninn með þessum fjórum fyrrgreindu félögum. „Megin markmiðið í samningum hjá okkur er að færa taxtana nær greiddu kaupi, eða semsagt hækka gólfið hjá okkur og stuðla að auknum kaupmætti launa,“ segir Kristján þórður, formaður um kröfur iðnaðarmanna.
Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira