Innlent

Hafró mun hvorki segja upp fólki né leggja Bjarna Sæmundssyni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður ekki lagt á árinu eins og áður hafði verið boðað.
Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður ekki lagt á árinu eins og áður hafði verið boðað. Fréttablaðið/Pjetur
Hafrannsóknastofnun mun hvorki þurfa að segja upp starfsfólki né leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni eins og boðað hafði verið vegna niðurskurðar sem blasti við hjá stofnuninni.

Frá þessu er greint á vef Hafró en þar segir að eftir stíf fundahöld með Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og starfsfólki atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins hafi fundist leiðir til þess að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði stofnunarinnar.

„Stofnunin mun hvorki þurfa að segja upp fólki né leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Þetta er mikill léttir fyrir stjórn og starfsfólk stofnunarinnar.

Eftir stendur að stofnunin þarf að takast á við hagræðingarkröfu sem tilgreind er í fjárlagafrumvarpi, líkt og aðrar stofnanir.

Áfram veður unnið með ráðuneytinu til að finna traustari leiðir til að fjármagna rekstur stofnunarinnar til framtíðar,“ segir á vef Hafró.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×