Íslenski boltinn

Valur hafði betur gegn Víkingi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Páll Sigurðsson var í liði Vals
Haukur Páll Sigurðsson var í liði Vals vísir/daníel
Íslandsmeistarar Vals unnu eins marks sigur á Víkingi í A-riðli Reykjavíkurmótsins í fótbolta.

Valsmenn skoruðu tvö mörk á fyrsta korteri leiksins og var staðan 2-0 í hálfleik.

Víkingsmenn náðu hins vegar að svara í seinni hálfleik og skoruðu mark eftir um klukkutíma leik. Nær komust þeir hins vegar ekki og lokastaðan 2-1.

Þetta var fyrsti leikur Vals í mótinu en Víkingur er með þrjú stig eftir tvo leiki, Víkingar unnu ÍR í fyrstu umferðinni.

A-deild Fótbolta.net mótsins fór af stað í kvöld þegar HK og Grindavík mættust í Kórnum.

Það var markalaust í hálfleik eftir rólegar fyrstu 45 mínúturnar. Besta færið fékk Emil Atlason þegar hann skallaði boltann í þverslána.

Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir snemma í seinni hálfleik áður en Birkir Valur Jónsson jafnaði fyrir HK eftir hornspyrnu.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom inn á sem varamaður í liði HK í seinni hálfleik en Ásgeir Börkur er enn án liðs eftir að hafa farið frá Fylki í haust.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá fótbolta.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×