Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 verður rætt, við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins um þá gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar, fyrrverandi samflokksmann hennar sem rekinn var úr flokknum eftir að Klaustursmálið kom upp, að fjármálastjórn flokksins sé óeðlileg.

En í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið í morgun segir hann óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að formaðurinn hafi einnig verið gjaldkeri og prókúruhafi flokksins.

Við sjáum myndir frá brunavettvangi á Granda nú síðdegis þar sem hjólhýsi og bíll brunnu til kaldra kola og við sjáum aðstæður á vettvangi í París eftir að öflug sprenging varð þremur að bana í morgun og tugir slösuðust þar af margir alvarlega.

Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga. Málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum við Bylgjuna og Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×