Fótbolti

Maðurinn sem tryggði Suður-Afríku á HM í fyrsta skipti er látinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Masinga í leik með Leeds
Masinga í leik með Leeds vísir/getty
Fyrrum framherji Leeds United, Suður-Afríkumaðurinn Phil Masinga, er látinn 49 ára að aldri.

Masinga spilaði fyrir Leeds frá 1994 til 1996 og skoraði fimm mörk í 31 deildarleik fyrir félagið. Hann spilaði einnig fyrir svissneska liðið St Gallen og á Ítalíu.

„Þetta er sorglegur dagur fyrir suður-afrískan fótbolta,“ sagði forseti suður-afríska knattspyrnusambandsins Danny Jordan.

Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Suður-Afríku og var á meðal leikmanna liðsins sem vann Afríkubikarinn á heimavelli 1996. Hann skoraði markið sem tryggði Suður-Afríku á lokakeppni HM í Frakklandi 1998 en það var í fyrsta skiptið sem þjóðin komst á HM.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×