Handbolti

Auðvelt hjá Ungverjum gegn Angóla

Smári Jökull Jónsson skrifar
Iman Jamali á ferðinni í leiknum í dag
Iman Jamali á ferðinni í leiknum í dag Vísir/EPA
Ungverjar unnu öruggan sigur á Angóla á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Lokatölur 34-24 eftir að staðan í hálfleik var 18-8. Með sigrinum fara Ungverjar uppfyrir Angóla í D-riðli.

Í fyrstu umferðinni gerðu Ungverjar jafntefli gegn Argentínu en Angólar báru sigurorð af Qatar. Leikurinn í dag var því mikilvægur og með sigri hefðu Angólar skilið Ungverja eftir í riðlinum.

Það var þó aldrei að fara að gerast. Ungverjar tóku strax yfirhöndina og leiddu 18-8 í leikhléi. Úrslitin voru því gott sem ráðin áður en seinni hálfleikur hófst og þó svo að Angólar hafi leikið betur eftir hlé ógnuðu þeir Angólum aldrei að ráði.

Lokatölur 34-24 og Ungverjar því með þrjú stig í D-riðli en Angóla með tvö.

Bendeguz Boga var markahæstur Ungverja með 5 mörk og þeir Iman Jamali og Zsolt Balogh skoruðu 4 mörk.

Edvaldo Feirreira skoraði 5 mörk fyrir Angóla og var þeirra markahæstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×