Enski boltinn

Ástæðan fyrir því að Liverpool leikurinn er ekki sýndur beint um næstu helgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Roberto Firmino verða ekki í beinni á laugardaginn kemur.
Mohamed Salah og Roberto Firmino verða ekki í beinni á laugardaginn kemur. Getty/Robbie Jay Barratt
Liverpool er áfram með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Brighton um helgina. Næsti leikur liðsins verður hinsvegar ekki sýndur beint í íslensku sjónvarpi.

Liverpool tekur á móti Crystal Palace á Anfield klukkan þrjú á laugardaginn kemur en sá leikur verður ekki sýndur fyrr en seinna um daginn á sportstöðvum Stöðvar tvö.

Aftur á móti verður leikur Manchester United og Brighton & Hove Albion sýndur beint en hann fer líka fram klukkan þrjú.

Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Messunnar á Stöð 2 Sport, útskýrði það í Messunni í gær hvernig stendur á því að Stöð 2 Sport þarf að velja á milli tveggja vinsælustu ensku félaganna á Íslandi.

Stöð 2 Sport keypti sýningaréttinn af ensku úrvalsdildinni en má aðeins sýna einn þrjú leik í beinni útsendingu á laugardögum.

Undanfarin ár hefur ekki verið mikið um það að bæði Manchester United og Liverpool spili bæði á þessum tíma en á því varð töluverð breyting í vetur.

Næsta laugardagurinn verður fjórði laugardagurinn þar sem bæði Manchester United og Liverpool spila klukkan þrjú. Tvisvar hafa leikir Liverpool verið sýndir beint og nú verður leikur hjá Manchester United sýndur í annað skiptið.

Hér fyrir neðan má sjá Ríkharð Óskar Guðnason fara yfir ástæður þess að Liverpool leikurinn verður í beinni útsendingu um næstu helgi.



Klippa: Messan: Þess vegna er Liverpool leikurinn ekki í beinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×