Handbolti

Danir skiptu Íslendingi út fyrir Færeying á HM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhan Hansen er byrjaður að skora fyrir danska landsliðið á HM í handbolta.
Jóhan Hansen er byrjaður að skora fyrir danska landsliðið á HM í handbolta. Getty/Jan Christensen
Hans Lindberg verður ekki meira með danska landsliðinu á HM í handbolta en hornamaðurinn er meiddur.

Nikolaj Jakobsen, þjálfari danska landsliðsins, valdi Hans Lindberg í HM-hópinn sinn en nú er ljóst að hann þarf á treysta á aðra menn í hægra horninu.

Jakobsen ákvað í framhaldinu að kalla á Jóhan Hansen frá Bjerringbro Silkeborg sem er þrettán árum yngri en Hans. Með því er Nikolaj Jakobsen í raun að skipta Íslendingi út fyrir Færeying.

Hans Lindberg heitir fullu nafni Hans Óttar Lindberg Tómasson og á íslenska foreldra. Hann valdi það hinsvegar að spila frekar fyrir danska landsliðið en það íslenska enda hefur hann búið alla tíð í Danmörku. Foreldrar Hans eru Sigrún Sigurðardóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði.

Jóhan Hansen heitir fullu nafni Jóhan á Plógv Hansen og er fæddur og uppalinn í Færeyjum. Hansen flutti til Danmerkur sextán ára gamall. Hansen byrjaði að spila með færeyska landsliðinu en ákvað síðan að spila fyrir Danmörku. Hann var í silfurliði 21 árs liðs Dana á HM 2015 og var þá í úrvalsliði mótsins.

Hans Lindberg hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með Dönum en á eftir að vinna heimsmeistaratitilinn. Hann var í silfurliði Dana á bæði HM 2011 og HM 2013. Hann vann einnig silfur með Dönum á EM 2014 og brons á HM 2007.

Jóhan Hansen spilaði fjóra landsleiki með Færeyjum áður en hann valdi danska landsliðið. Jóhan spilaði fyrsta landsleikinn fyirr Dani árið 2015 og er kominn með fjórtán landsleiki. Þeim mun nú fjölga á HM í Danmörku og Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×