Handbolti

Strákarnir mættir í Ólympíuhöllina í fyrsta leik dagsins

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Björgvin Páll Gústavsson var með heyrnatól og bolta.
Björgvin Páll Gústavsson var með heyrnatól og bolta. vísir/tom
Strákarnir okkar eiga leik á móti Barein klukkan 15.30 að þýskum tíma í B-riðli HM 2019 í handbolta en þetta er þriðji leikur liðanna á heimsmeistaramótinu. Bæði liðin eru án sigurs eftir fyrstu tvo leikina.

Ólíkt fyrstu tveimur leikdögunum á Ísland nú fyrsta leik dagsins í Ólympíuhöllinni af þremur en það sama verður uppi á teningnum þegar að strákarnir okkar mæta Japan á fimmtudaginn. Sá leikur fer einnig fram klukkan 15.30 að þýskum tíma.

Okkar menn voru mættir í höllina klukkan 14.00, hálfri annarri klukkustund fyrir leik og röltu þá inn í sal og tóku lífinu með ró. Björgvin Páll Gústavsson var með músík í eyrunum og gekk á milli marka þungt hugsi að reyna að koma sér í stuð fyrir daginn.

Bjarki Már Elísson var að klára að borða og tók einnig stuttan göngutúr um völlinn á meðan nokkrir aðrir landsliðsmenn sátu á öðrum varamannabekknum og kláruðu úr rjúkandi kaffibolla.

Bjarki Már Elísson var að klára að borða.vísir/tom
Einar Andri Einarsson, þjálfari U21 árs landsliðsins, er í teyminu.vísir/tom
Bjarki Már teygir úr sér en Ólafur Guðmundsson fær sér kaffi.vísir/tom
Gunnar Magnússon horfir á eitthvað.vísir/tom

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×