Handbolti

Íslenskir strumpar héldu uppi stuðinu eftir sigurinn á Barein | Myndband

Tómas Þór Þórðarson í München. skrifar
Íslenskir strumpar í stuði.
Íslenskir strumpar í stuði. vísir/sigurður már
Íslenskir stuðningsmenn halda áfram að vekja mikla athygli í Ólympíuhöllinni í München en þeir máluðu höllina bláa í dag eftir stórsigur Íslands gegn Barein á HM 2019 í handbolta.

Ísland átti fyrsta leik dagsins og það var enginn á þeim buxunum að fara heim eftir leik enda allir í fullu fjöri eftir frábæran átján marka sigur strákanna okkar.

Vísir tók nokkra stuðningsmenn tali, þar á meðan Einar Guðmundsson, fyrrverandi handboltahetju og faðir Teits Arnar Einarssonar og einnig náðist í skottið á FH-goðsögninni Guðjóni Árnasyni sem var ánægður með sigurinn.

Benni Bongó og Sonja úr Sérsveitinni halda svo áfram að fara á kostum en fjörið í Bjórgarðinum má sjá hér að neðan í myndbandi sem Sigurður Már Davíðsson tók saman.

Klippa: Stuð í Ólympíuhöllinni eftir sigur á Barein

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×