Innlent

Enn og aftur búið að stela húsbíl Julians

Jakob Bjarnar skrifar
Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.
Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum. visir/vilhelm
Það á ekki af tónlistarmanninum Julian Hewlett að ganga. Enn og aftur hefur húsbílnum hans verið stolið. Hann stóð við Hallgrímskirkju en í morgun var hann horfinn. Þjófurinn hefur því brotist inní í bílinn einhvern tíma í nótt. Lögreglan hefur lýst eftir bílnum en Julian Hewlett, sem segir að bíllinn sé númerslaus, hefur gengið úr skugga um að hann hafi ekki verið dreginn í burtu af Vöku eða Króki.

„Það stendur einhver stórklikkaður á bak við þetta,“ segir Julian í samtali við Vísi. Hann veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. En, Vísir greindi frá því á dögunum að húsbíll hans var horfinn.

Julian veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og heldur að það sé einhver stórklikkaður sem stendur í því að stela bílnum hans.visir/vilhelm
Í kjölfarið komst gangur á málið og hann fannst en þá hafði einhver huldumaður tekið sér bólstað í bílnum. Bíllinn hafði verið skemmdur og allir persónulegir munir Julians voru horfnir. Nú er hann í sömu sporunum.

„Ég þurfti að fylla út aðra tilkynningu. Konan í afgreiðslunni segist aldrei hafa heyrt um annað eins,“ segir Julian sem krossleggur nú fingur og vonar að bíllinn komi í leitirnar, aftur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×