Formúla 1

Schumacher yngri kominn í akademíu Ferrari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mick Schumacher
Mick Schumacher vísir/getty
Það styttist í frumraun Mick Schumacher í Formúlu 1 en hann er kominn inn í akademíu ítalska bílaframleiðandans Ferrari samkvæmt heimildarmanni BBC.

Mick er sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher, manns sem margir segja einn besta ökuþór Formúlunnar frá upphafi, og hann hefur nú fengið inngöngu í akademíu félagsins sem faðir hans keyrði svo lengi fyrir.

Hinn 19 ára Schumacher yngri er að hefja sitt fyrsta tímabil í Formúlu 2, síðasta skrefinu fyrir Formúlu 1, þar sem hann keyrir fyrir lið Prema.

Hluti af samningi hans við akademíu Ferrari er að hann mun fá að keyra í tveimur prófunum fyrir Formúlu 1 fyrir Ferrari.

Michael Schumacher varð fimmtugur fyrr í mánuðinum en hann hefur ekki sést opinberlega í sex ár eða síðan hann lenti í mjög alvarlegu skíðaslysi.

Ferrari vildi ekki staðfesta inngöngu Schumacher yngri í akademíuna.


Tengdar fréttir

Schumacher yngri sagður geta farið alla leið

Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×