Sagði Trump ekki geta þvingað sig til að reka Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:00 William Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Hann myndi ekki eingöngu fara eftir skipunum Hvíta hússins. Meðal þess sem Barr sagði þingmönnum á nefndarfundi í dag var að hann myndi ekki láta þvinga sig í starfi. Þá sagði Barr að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Barr var einnig inntur eftir útskýringum á gömlum yfirlýsingum um rannsóknina og sagðist hann ekki vera á þeirri skoðun að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, færi fyrir „nornaveiðum“, eins og Trump hefur ítrekað haldið fram. Hann sagði það í hag almennings í Bandaríkjunum að Mueller yrði gert kleift að klára rannsókn sína varðandi það hvort framboð Trump hefði starfað með Rússum í viðleitni þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.„Ég trúi því að Rússar hafi haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af kosningunum og ég tel að við verðum að komast til botns í því,“ sagði Barr. Hann sagðist ekki muna víkja Mueller úr starfi, jafnvel þó Trump skipaði honum að gera það. „Ég mun ekki láta neinn þvinga mig til að gera eitthvað sem ég tel rangt, hvort sem það eru ritstjórnir, þingið eða forsetinn,“ sagði Barr. Hann sagði þó seinna meir að reiði Trump gagnvart Mueller og rannsókn hans væri „skiljanleg“.Barr verður líklega staðfestur af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Svör hans til þingmanna voru þó ætluð til þess að draga úr áhyggjum þingmanna Demókrataflokksins varðandi það að Barr myndi binda enda á Rússarannsóknina. Sérstaklega með tilliti til þess að hann skrifaði minnisblað sem dreift var innan Dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsóknina harðlega. Þá var honum boðið starf í lögfræðiteymi Trump árið 2017 en hann hafnaði boðinu. Verði Barr staðfestur af þinginu verður þetta í annað sinn sem hann sinnir embætti dómsmálaráðherra en hann gerði það áður fyrir George H.W. Bush. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Hann myndi ekki eingöngu fara eftir skipunum Hvíta hússins. Meðal þess sem Barr sagði þingmönnum á nefndarfundi í dag var að hann myndi ekki láta þvinga sig í starfi. Þá sagði Barr að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Barr var einnig inntur eftir útskýringum á gömlum yfirlýsingum um rannsóknina og sagðist hann ekki vera á þeirri skoðun að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, færi fyrir „nornaveiðum“, eins og Trump hefur ítrekað haldið fram. Hann sagði það í hag almennings í Bandaríkjunum að Mueller yrði gert kleift að klára rannsókn sína varðandi það hvort framboð Trump hefði starfað með Rússum í viðleitni þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.„Ég trúi því að Rússar hafi haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af kosningunum og ég tel að við verðum að komast til botns í því,“ sagði Barr. Hann sagðist ekki muna víkja Mueller úr starfi, jafnvel þó Trump skipaði honum að gera það. „Ég mun ekki láta neinn þvinga mig til að gera eitthvað sem ég tel rangt, hvort sem það eru ritstjórnir, þingið eða forsetinn,“ sagði Barr. Hann sagði þó seinna meir að reiði Trump gagnvart Mueller og rannsókn hans væri „skiljanleg“.Barr verður líklega staðfestur af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Svör hans til þingmanna voru þó ætluð til þess að draga úr áhyggjum þingmanna Demókrataflokksins varðandi það að Barr myndi binda enda á Rússarannsóknina. Sérstaklega með tilliti til þess að hann skrifaði minnisblað sem dreift var innan Dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsóknina harðlega. Þá var honum boðið starf í lögfræðiteymi Trump árið 2017 en hann hafnaði boðinu. Verði Barr staðfestur af þinginu verður þetta í annað sinn sem hann sinnir embætti dómsmálaráðherra en hann gerði það áður fyrir George H.W. Bush.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira