Fótbolti

Nýtt fótboltalið í Texas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Merki Austin FC.
Merki Austin FC. Mynd/Twitter/MLS
Ellefta stærsta borgin í Bandaríkjunum er að fara að eignast sitt fyrsta atvinnumannalið. Já, það hefur tekið sinn tíma að fá lið til Austin í Texas fylki.

Fyrsta liðið í Austin er fótboltaliðið Austin FC. Þá erum við að tala um evrópskan fótbolta en ekki amerískan sem er eins og flestir vita gríðarlega vinsæll í Texas. Íbúar í Austin eru rétt tæplega ein milljón en borgin er höfuðborgin í Texas-fylki.





„Þetta er sögulegur dagur fyrir Austin. MLS kemur hingað með fyrsta atvinnumannaliðið í okkar fallegu borg,“ sagði borgarstjórinn Steve Adler.

Austin FC verður 27. félagið í bandarísku MLS deildinni og mun bætast við hans árið 2021. Tvö önnur MLS-fótboltalið eru í Texas en það eru Houston Dynamo og FC Dallas. FC Dallas var eitt af stofnliðum MLS árið 1996 en Dynamo-liðið bættist við árið 2006.

Austin FC fær glænýjan völl en framkvæmdir hefjast við þann 225 milljón dollara völl á þessu ári. Leikvangurinn mun taka tuttugu þúsund manns í sæti.

Það er annars fullt af nýjum liðum að koma inn í Major League Soccer deildina. FC Cincinnati spilar sitt fyrsta tímabili í ár og á næsta ári bætast síðan við lið frá Nashville og Miami. Lið Miami er einmitt liðið hans David Beckham og mun það bera nafnið Inter Miami. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×