Innlent

Yfirlögregluþjónn keypti vændi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Yfirlögregluþjónninn fyrrverandi var dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna vændiskaupa.
Yfirlögregluþjónninn fyrrverandi var dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna vændiskaupa. Vísir/Vilhelm
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi var í nóvember dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að hafa keypt vændi. Lögreglustjórinn á Vesturlandi var upplýstur um rannsókn ríkissaksóknara á broti mannsins í júní 2018. Mánuði síðar lét hann af störfum.

RÚV greinir frá en yfirlögregluþjónninn fyrrverandi var á mánudaginn dæmdur til að greiða hundrað þúsund króna sekt fyrir slagsmál við annan lögreglumann í Vestmannaeyjum. Í dómnum er minnst á að yfirlögregluþjónninn hafi verið dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir kynferðisbrot.

Í svari ríkissaksóknara og lögreglustjórans á Vesturlandi við fyrirspurnum RÚV kemur fram að ríkissaksóknari hafi í júní 2018 upplýst lögreglustjórann um ætlað brot mannsins gegn 1. málsgrein 206. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um vændiskaup. Mánuði síðar hafi yfirlögregluþjónninn óskað eftir að láta af störfum.

Fréttin hefur uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að lögreglumaðurinn hefði fengið 30 skilorðsbundinn fangelsisdóm en hann fékk 100 þúsund króna sekt. Það hefur verið leiðrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×