Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag og fréttamaður Stöðvar 2 hitti fundarmenn að fundi loknum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig segjum við frá nýrri skýrslu Hagfræðastofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða en þar segir að hvalveiðar hafi ekki slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki sé að finna marktækar vísbendingar um að þær dragi úr ferðum útlendinga hingað til lands.

Við ræðum við forstjóra Persónuverndar sem segir myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum komnar úr hófi fram. Það sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni.

Við segjum frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði eðlilegt að hafa orðið við ósk formanns Miðflokksins að eiga fund um möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×