Leik lokið: Makedónía - Ísland 22-24 | Ísland fer í milliriðil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson vísir/epa
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið í milliriðil eftir torsóttan tveggja marka sigur á Makedóníu í lokaleik riðlakeppninnar í München í dag.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins, hans fyrsta af 10 í leiknum, en svo átti Makedónía næstu fjögur mörk í leiknum. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik gekk mjög illa og þegar Ísland hafði skorað fjögur mörk voru þrjú þeirra úr skotum yfir allan völlinn.

Varnarleikurinn stóð þó ágætlega í fyrri hálfleik en uppstilltur sóknarleikur var ekki góður. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11.

Guðmundur Guðmundsson hefur lagt upp með að þétta varnarleikinn enn frekar í hálfleiksræðu sinni en varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær.

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæra innkomu í leikinn og hristi vel upp í sóknarleiknum, íslenska liðið fór að sækja á markið og sækja víti. Ísland komst í fyrsta skipti yfir síðan í stöðunni 1-0 á 44. mínútu þegar Arnar Freyr Arnarsson skoraði og kom Íslandi í 17-16.

Leikurinn var í járnum út seinni hálfleikinn en íslenska liðið var skrefinu framar og kláraði leikinn að lokum með tveimur mörkum, 22-24.

Ísland fer því í milliriðil en Makedónía situr eftir. Í milliriðli mætum við Frakklandi, Þýskalandi og Brasilíu en ekki liggur fyrir hvenær eða við hvern næsti leikur er.

Nánari umfjöllun, viðtöl við landsliðsmenn og fleira kemur inn á Vísi í kvöld.


Tengdar fréttir

Endurtekið efni frá HM 2017

Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira