Körfubolti

Aðeins LeBron og Giannis hafa fengið fleiri atkvæði en Luka Doncic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic.
Luka Doncic. Getty/David Berding
Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að safna atkvæðum í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og hefur heillað yfir þrjár milljónir kjósenda.

NBA-deildin hefur sent frá sér nýjustu stöðunni en körfuboltaáhugafólk fær þessa dagana tækifæri til að kjósa fimm byrjunarliðsmenn úr hvorri deild.

Það eru aðeins þeir LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem hafa fengið fleiri atkvæði en Luka Doncic. LeBron James er efstu með 3,7 milljónir atkvæða en Giannis hefur fengið 3,6 milljónir.





LeBron James og Giannis Antetokounmpo yrðu samkvæmt þessu fyrirliðar liðanna sem atkvæðahæstu leikmennirnir og fengju því tækifæri að kjósa sér leikmenn í sín lið úr þeim leikmönnum sem verða valdir í stjörnuleikinn. Fyrirliðakosningin fer fram 7. febrúar en Stjörnuleikurinn sjálfur verður spilaður í Charlotte 17. febrúar.

Atkvæði körfuboltáhugafólks gildir 50 prósent á móti 25 prósent í leikmannakosningu og 25 prósent í fjölmiðlamannakosningu. Kosningunni lýkur 21. janúar næstkomandi og það eru því ekki margir dagar eftir.

Athygli vekur að hvorki Kevin Durant né James Harden kæmust í byrjunarliðið ef farið væri eftir stöðunni núna. Durant er í 4. sæti yfir framherja og miðherja í vestrinu á eftir þeim LeBron James, Luka Doncic og Paul George en Harden er í þriðja sæti yfir bakverði í vestrinu á eftir þeim Stephen Curry og Derrick Rose.

Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála í kosningunni.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×