Arsenal færist nær fjórða sætinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal.
Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal. vísir/getty
Arsenal saxaði á forskot Chelsea í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðin mættust í stórleik umferðarinnar á Emirates í dag.

Fyrir leikinn munaði sex stigum á liðunum í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.

Alexandre Lacazette skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fjórtán mínútur. Hector Bellerin átti sendingu inn á Lacazette sem snýr Pedro af sér og skilaði boltanum listilega í netið. Arsenal komið í verðskuldaða forystu.

Leikmenn Chelsea, sem höfðu ekki mikið látið sjá sig, vöknuðu aðeins til lífsins eftir mark Lacazette en það var Arsenal sem átti næsta mark, Laurent Koscielny skoraði með öxlinni eftir aukaspyrnu frá Sokratis.

Marcos Alonso var hársbreidd frá því að minnka muninn fyrir Chelsea undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skallaði í stöngina eftir hornspyrnu frá Willian.

Þrátt fyrir að Chelsea væri meira með boltann gerðu bláklæddir lítið við hann, þeir áttu ekki skot á markið fyrr en á 82. mínútu, skalli Alonso í stöngina telst ekki með þar sem tréverkið telst ekki skot á markið.

Seinni hálfleikurinn endaði markalaus, lokatölur 2-0 fyrir Arsenal.

Það var þó ekki allt jákvætt við þennan leik fyrir Arsenal því Hector Bellerin var borinn út af á sjúkrabörum í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné.

Með sigrinum heldur Arsenal Manchester United fyrir neðan sig á markatölu en bæði lið eru farin að banka vel á dyrnar í fjórða sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira