Enski boltinn

„Kemur ekki á óvart að Ole hafi gengið svona vel“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giggs og Solskjær spiluðu saman fyrir United
Giggs og Solskjær spiluðu saman fyrir United vísir/getty
Ryan Giggs segir það ekki koma neitt á óvart hversu vel fyrrum samherji hans Ole Gunnar Solskjær hefur byrjað sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Solskjær hefur unnið alla sex leiki sína sem stjóri United, enginn stjóri hefur byrjað eins vel með United og bætti Solskjær met goðsagnarinnar Sir Matt Busby þegar United vann Tottenham um síðustu helgi.

„Það kemur mér ekki á óvart hversu vel Ole hefur gengið. Að vinna sex leiki í röð er frábært í hvaða gæðaflokki sem er. Fólk segir að þetta hafi verið skyldusigrar en sumir leikjanna voru erfiðir, til dæmis gegn Newcastle og Tottenham,“ sagði Giggs í pistli sínum hjá Sky Sports.

„Ole hefur verið frábær og leikmennirnir líka. Það er allt annað andrúmsloft á vellinum núna, ég hef mætt á nokkra leiki og það var frábært.“

„Ég held United nái fjórða sætinu. Skriðþunginn er með þeim og hann er lykillinn. Þegar þú kemur á þennan stað á tímabilinu þá skiptir svona gengi öllu máli.“

„Fyrir mánuði síðan var það ekki einu sinni uppi á borðinu að ná þessu, að snúa genginu við á svona stuttum tíma þá er fjórða sæti klárlega markmiðið.“

Manchester United mætir Brighton í dag. Chelsea og Arsenal mætast í síðdegisleiknum svo United gæti saxað á forskot beggja liða fari sá leikur með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×