Trúin á Gullkálfinn Þorvaldur Skúlason skrifar 19. janúar 2019 07:07 Íslendingar sem þjóð hafa löngum verið ginnkeyptir fyrir því sem útlenskt er. Ég man það þegar ég var strákur og sem ungur maður að tíðar ferðir landans til annarra landa eða álfa voru ekki daglegt brauð, að menn setti nánast hljóða þegar einhver sagði: Ég er með útlending hérna! Fólk fór nánast í kerfi eða bugtaði sig af auðmýkt við að hafa truflað viðkomandi sem var með útlending í eftirdragi eða lagði á og baðst afsökunar strax ef um símtal var ræða. Þetta hlaut að gefa til kynna að viðkomandi Íslendingur væri mjög mikilvægur og vissi sínu viti. Því hver er betur til þess fallinn en einmitt útlendingur að segja okkar litla landi og þjóð hvers megnug við værum. Eða gefa okkur einkunn eftir spurninguna: „Há dú jú læk Æsland?“ Skipti þá engu hvort hér var um að ræða einn af mörgum heildsölum þessa lands sem hér réðu lögum og lofum og voru kannski bara með venjulegan sölumann frá einum af umboðsfyrirtækjum sínum í venjulegri rútínuheimsókn eður ei. Oft held ég að þessir menn hafi ekki verið „trítaðir“ eins vel hvorki fyrr né síðar og skildu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Auðvitað féll þeim vel í geð þessi „konunglega“ gestrisni Íslendingsins eða nánast meðvirkni og undirlægjuháttur hans og urðu Íslandsvinir „med det samme“. Það var ekkert annað í boði. Fyrst „skriðum“ við fyrir Dönum og þeirra einokunarverslun, náðum okkar blessaða fullveldi 1. desember 1918 og gátum byrjað að reisa okkar bogna bak aðeins við sem þó tókst ekki til muna fyrr en eftir seinna stríð, efnahagslega séð. Við tók aðdáun okkar og óttablandin virðing við veru varnarliðsins og Bretanna sem á undan komu og stéttir eins og stjórnmálamenn, lækna, presta og lögmenn og síðast en ekki síst okkar kæru heildsala sem tóku við og öllu réðu í anda einokunarverslunarinnar áður. Auðvitað skauta ég hratt og frjálslega yfir söguna svo það henti hér. Við höfðum vanið okkur á það að láta segja okkur fyrir verkum. Hvað var satt og logið, hvaða verð við ættum að borga hér og þar, boð og bönn og hvaða sjálfsmynd við höfðum eða ættum að hafa, þótt enga hefðum og svo ekki sé nú minnst á sjálfsvirðinguna sem lítil sem engin var og er sennilega enn að sumu leyti fjarverandi. Við slitum sambandi við okkar ástkæra Danaveldi 17. júní 1944 og lýstum yfir sjálfstæði. En stundum held ég að við séum enn að falast eftir samþykki Danans um hvort við séum ekki í lagi. En svo mörgum árum síðar lögðumst við sjálf aftur í víking. Heim komu svokallaðir Útrásarvíkingar sem, líkt og sjóræningjar forðum með fullar kistur af gulli og gersemum, og lögðu sigri hrósandi á borðið og keyptu fólk og fyrirtæki í „lange baner“, bæði hér og erlendis. Böðuðu sig í ljósi og athygli fjölmiðla og landans og hvar sem þeir fengu hana og aftur setti okkur hljóða af aðdáun. Það var hin kunnuglega óttablandna virðing fyrir þeim sem valdið höfðu og þorað að fara til útlanda og „sigrað heiminn“ líkt og Bjartur í Sumarhúsum og skelltu gullkistunum á borðið og við klöppuðum óspart fyrir og dönsuðum í kringum Gullkálfana sem báru hag lands og þjóðar svo vel fyrir brjósti að þeir komu heim með góssið. Sett voru á laggirnar bankaspilavíti sem spúðu út peningum og spilakössum sínum til vinstri og hægri í því magni sem áður hafði ekki sést og bankaræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan fengu okkur svo til að dást að af einskærri snilld þeirra, útsjónarsemi og áræðni og við klöppuðum og við klöppuðum og klöppuðum og ýmsar klappstýrur voru duglegri en aðrar í von kannski um að einhverjar brauðmylsnur gætu fallið þeim í skaut eða lifðu í voninni að þeir yrðu partur af hirðinni. Eða eins og fyrrum forseti orðaði það: „You ain´t seen nothing yet!“ Mikið hafði hann rétt fyrir sér en ekki á þá lund sem okkur grunaði. Þegar á leið og skugga bar á „showið“ voru það sumir sem treystu sér til að hugsa sjálfstætt og gefa eigin hugsunum og greind gaum og efast um margt það sem þeir upplifðu, sáu og lásu. Voru semsagt ekki eins hrifnir og efuðust um „Litlu-Búlgaríu“ stemninguna á Íslandi sem var þá orðið nánast eins og ein af þeim nýfrjálsu þjóðum austan járntjalds því hér var allt falt fyrir rétt verð, bæði sálir fólks, einfeldni, sjálfstæð hugsun og kannski heimska og heimóttaháttur þess, svo framarlega sem greitt var fyrir það. Þeir voru hrópaðir niður sem svartsýnis-, öfundar og bölsýnismenn og hvernig þeim dirfðist að anda svona köldu í garð þeirra sem máttinn og Mammon höfðu án nokkurrar innistæðulausrar bjartsýni. Þeir voru sko engir sérfræðingar. Hvernig dirfðust þeir að tjá sig? Þeir höfðu til þess ekkert umboð enda engir „sérfræðingar“, því einir mega þeir sérfræðingarnir fara með fyrirtæki eða land og þjóð á hausinn og kommenta svo. Það virðist sem svo þegar kemur að Gullkálfinum, sama hver hann er hverju sinni, að menn blindast til nokkurs konar trúarbragða og virðast afsala sér sjálfstæðri hugsun, rökhyggju og almennri skynsemi og jafnvel greind, sé hún til staðar, og þetta vill oft verða líkt einhvers konar trúarsöfnuði eða „cult“ og halelúja samkomum þar sem „mantran“ hljómar: „Áfram Kristsmenn Krossmenn“ og Gúrúinn blessar. Aðrir eru hatursmenn og niðurrifsmenn og það myndast einhvers konar einlæg veruleikafirring í rauntíma, þ.e. hin fagra bjartsýni án innistæðu og efasemda. Eða eins og Geroge W. Bush fyrrum forseti BNA sagði á mjög einfaldan hátt eftir 9.11 2001: „You´re either for us or against us!“ Á Íslandi á maður bara að vera bjartsýnn í sinni einföldustu mynd og trúa bara kannski eins og Bjartur í Sumarhúsum, en gagnrýnin hugsun er úttöluð sem svartsýni og bölsýni sem er einfeldni í sinni frumstæðustu mynd. Raunsæi er eitthvað sem við gætum kannski tamið okkur án þess að úthrópa þá sem ekki tilheyra hinu eða þessu liðinu eða séu klappstýrur þessa eða hins, einhvers „cults“ hverju sinni. Ég hef tamið mér að skipa mér ekki í lið nema í fótbolta og halda ekki með liðum eða einstaklingum nema í íþróttum. Til dæmis er ég Valsmaður og held með þýska og íslenska landsliðinu í fótbolta og Björn Borg fékk mig til að spila tennis en að öðru leyti treysti ég sjálfum mér, sjálfstæðri hugsun og greind, rökhyggju og lífsreynslu til þess að viðhalda heilbrigðri sjálfsvirðingu og gagnrýnni hugsun gagnvart bæði sjálfum mér og öðrum, samfélaginu og stjórnvöldum hverju sinni og vera þar með fyrst og fremst í mínu eigin liði, frjáls og óháður. Kannski er ég of sjálfselskur eða ekki nógu trúaður á hinn eina sanna Gúrú til annars en ætla að taka sénsinn nú sem endranær og missa þá af „snilld“ hinna fáu á meðan en vera frekar sjálfum mér trúr en verða fyrir vonbrigðum með Gúrúinn.Höfundur er með BS í hótelstjórnun frá University of Nevada, Las Vegas Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar sem þjóð hafa löngum verið ginnkeyptir fyrir því sem útlenskt er. Ég man það þegar ég var strákur og sem ungur maður að tíðar ferðir landans til annarra landa eða álfa voru ekki daglegt brauð, að menn setti nánast hljóða þegar einhver sagði: Ég er með útlending hérna! Fólk fór nánast í kerfi eða bugtaði sig af auðmýkt við að hafa truflað viðkomandi sem var með útlending í eftirdragi eða lagði á og baðst afsökunar strax ef um símtal var ræða. Þetta hlaut að gefa til kynna að viðkomandi Íslendingur væri mjög mikilvægur og vissi sínu viti. Því hver er betur til þess fallinn en einmitt útlendingur að segja okkar litla landi og þjóð hvers megnug við værum. Eða gefa okkur einkunn eftir spurninguna: „Há dú jú læk Æsland?“ Skipti þá engu hvort hér var um að ræða einn af mörgum heildsölum þessa lands sem hér réðu lögum og lofum og voru kannski bara með venjulegan sölumann frá einum af umboðsfyrirtækjum sínum í venjulegri rútínuheimsókn eður ei. Oft held ég að þessir menn hafi ekki verið „trítaðir“ eins vel hvorki fyrr né síðar og skildu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Auðvitað féll þeim vel í geð þessi „konunglega“ gestrisni Íslendingsins eða nánast meðvirkni og undirlægjuháttur hans og urðu Íslandsvinir „med det samme“. Það var ekkert annað í boði. Fyrst „skriðum“ við fyrir Dönum og þeirra einokunarverslun, náðum okkar blessaða fullveldi 1. desember 1918 og gátum byrjað að reisa okkar bogna bak aðeins við sem þó tókst ekki til muna fyrr en eftir seinna stríð, efnahagslega séð. Við tók aðdáun okkar og óttablandin virðing við veru varnarliðsins og Bretanna sem á undan komu og stéttir eins og stjórnmálamenn, lækna, presta og lögmenn og síðast en ekki síst okkar kæru heildsala sem tóku við og öllu réðu í anda einokunarverslunarinnar áður. Auðvitað skauta ég hratt og frjálslega yfir söguna svo það henti hér. Við höfðum vanið okkur á það að láta segja okkur fyrir verkum. Hvað var satt og logið, hvaða verð við ættum að borga hér og þar, boð og bönn og hvaða sjálfsmynd við höfðum eða ættum að hafa, þótt enga hefðum og svo ekki sé nú minnst á sjálfsvirðinguna sem lítil sem engin var og er sennilega enn að sumu leyti fjarverandi. Við slitum sambandi við okkar ástkæra Danaveldi 17. júní 1944 og lýstum yfir sjálfstæði. En stundum held ég að við séum enn að falast eftir samþykki Danans um hvort við séum ekki í lagi. En svo mörgum árum síðar lögðumst við sjálf aftur í víking. Heim komu svokallaðir Útrásarvíkingar sem, líkt og sjóræningjar forðum með fullar kistur af gulli og gersemum, og lögðu sigri hrósandi á borðið og keyptu fólk og fyrirtæki í „lange baner“, bæði hér og erlendis. Böðuðu sig í ljósi og athygli fjölmiðla og landans og hvar sem þeir fengu hana og aftur setti okkur hljóða af aðdáun. Það var hin kunnuglega óttablandna virðing fyrir þeim sem valdið höfðu og þorað að fara til útlanda og „sigrað heiminn“ líkt og Bjartur í Sumarhúsum og skelltu gullkistunum á borðið og við klöppuðum óspart fyrir og dönsuðum í kringum Gullkálfana sem báru hag lands og þjóðar svo vel fyrir brjósti að þeir komu heim með góssið. Sett voru á laggirnar bankaspilavíti sem spúðu út peningum og spilakössum sínum til vinstri og hægri í því magni sem áður hafði ekki sést og bankaræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan fengu okkur svo til að dást að af einskærri snilld þeirra, útsjónarsemi og áræðni og við klöppuðum og við klöppuðum og klöppuðum og ýmsar klappstýrur voru duglegri en aðrar í von kannski um að einhverjar brauðmylsnur gætu fallið þeim í skaut eða lifðu í voninni að þeir yrðu partur af hirðinni. Eða eins og fyrrum forseti orðaði það: „You ain´t seen nothing yet!“ Mikið hafði hann rétt fyrir sér en ekki á þá lund sem okkur grunaði. Þegar á leið og skugga bar á „showið“ voru það sumir sem treystu sér til að hugsa sjálfstætt og gefa eigin hugsunum og greind gaum og efast um margt það sem þeir upplifðu, sáu og lásu. Voru semsagt ekki eins hrifnir og efuðust um „Litlu-Búlgaríu“ stemninguna á Íslandi sem var þá orðið nánast eins og ein af þeim nýfrjálsu þjóðum austan járntjalds því hér var allt falt fyrir rétt verð, bæði sálir fólks, einfeldni, sjálfstæð hugsun og kannski heimska og heimóttaháttur þess, svo framarlega sem greitt var fyrir það. Þeir voru hrópaðir niður sem svartsýnis-, öfundar og bölsýnismenn og hvernig þeim dirfðist að anda svona köldu í garð þeirra sem máttinn og Mammon höfðu án nokkurrar innistæðulausrar bjartsýni. Þeir voru sko engir sérfræðingar. Hvernig dirfðust þeir að tjá sig? Þeir höfðu til þess ekkert umboð enda engir „sérfræðingar“, því einir mega þeir sérfræðingarnir fara með fyrirtæki eða land og þjóð á hausinn og kommenta svo. Það virðist sem svo þegar kemur að Gullkálfinum, sama hver hann er hverju sinni, að menn blindast til nokkurs konar trúarbragða og virðast afsala sér sjálfstæðri hugsun, rökhyggju og almennri skynsemi og jafnvel greind, sé hún til staðar, og þetta vill oft verða líkt einhvers konar trúarsöfnuði eða „cult“ og halelúja samkomum þar sem „mantran“ hljómar: „Áfram Kristsmenn Krossmenn“ og Gúrúinn blessar. Aðrir eru hatursmenn og niðurrifsmenn og það myndast einhvers konar einlæg veruleikafirring í rauntíma, þ.e. hin fagra bjartsýni án innistæðu og efasemda. Eða eins og Geroge W. Bush fyrrum forseti BNA sagði á mjög einfaldan hátt eftir 9.11 2001: „You´re either for us or against us!“ Á Íslandi á maður bara að vera bjartsýnn í sinni einföldustu mynd og trúa bara kannski eins og Bjartur í Sumarhúsum, en gagnrýnin hugsun er úttöluð sem svartsýni og bölsýni sem er einfeldni í sinni frumstæðustu mynd. Raunsæi er eitthvað sem við gætum kannski tamið okkur án þess að úthrópa þá sem ekki tilheyra hinu eða þessu liðinu eða séu klappstýrur þessa eða hins, einhvers „cults“ hverju sinni. Ég hef tamið mér að skipa mér ekki í lið nema í fótbolta og halda ekki með liðum eða einstaklingum nema í íþróttum. Til dæmis er ég Valsmaður og held með þýska og íslenska landsliðinu í fótbolta og Björn Borg fékk mig til að spila tennis en að öðru leyti treysti ég sjálfum mér, sjálfstæðri hugsun og greind, rökhyggju og lífsreynslu til þess að viðhalda heilbrigðri sjálfsvirðingu og gagnrýnni hugsun gagnvart bæði sjálfum mér og öðrum, samfélaginu og stjórnvöldum hverju sinni og vera þar með fyrst og fremst í mínu eigin liði, frjáls og óháður. Kannski er ég of sjálfselskur eða ekki nógu trúaður á hinn eina sanna Gúrú til annars en ætla að taka sénsinn nú sem endranær og missa þá af „snilld“ hinna fáu á meðan en vera frekar sjálfum mér trúr en verða fyrir vonbrigðum með Gúrúinn.Höfundur er með BS í hótelstjórnun frá University of Nevada, Las Vegas
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun