Sport

Sara í sjötta sæti eftir þrjár greinar

Dagur Lárusson skrifar
Sara á ennþá möguleika á fyrsta sætinu.
Sara á ennþá möguleika á fyrsta sætinu. VÍSIR/INSTAGRAM/SARASIGMUNDS
Sara Sigmundsdóttir situr sem er í sjötta sæti á Wodapalooza Crossfit mótinu á Miami þegar þrjár greinar hafa farið fram.

 

Í fyrstu grein mótsins endaði Sara í fjórða sæti en þá var það Kristin Holte sem tók sigurinn og var heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey skammt á eftir henni.

 

Í annarri greininni gekk Söru ekki eins vel en þar endaði hún í áttunda sæti áður en hún endaði í einu sæti ofar í þriðju greininni.

 

Eftir fjórða, áttunda og sjöunda sæti í greinunum þremur hingað til situr Sara í sjötta sæti mótsins með  224 stig en efst er Tia-Clair Toomey með 282 stig.

 

Björgvin Karl Guðmundsson og félagar hans í liðinu Foodspring Athletics sitja síðan í efsta sæti sinnar deildar en þar keppa lið með þremur karlmönnum. Liðsfélagar Björgvins eru þeir Adrian Mundwiler og Jonne Koski en þeir hafa endað í efsta sætinu í tveimur af þremur greinunum hingað til en í hinni greininni enduðu þeir í öðru sæti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×