Innlent

Kyngir niður snjó á höfuð­borgar­svæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hvít jörð.
Hvít jörð. vísir/vilhelm
Mikinn snjó hefur lagt yfir höfuðborgarsvæðið í morgun og má alls staðar sjá hvíta jörð. Veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir að skilabakki gangi nú yfir höfuðborgina.

„Það var rigning í morgun en síðan kólnaði aðeins. Aftast í skilabakkanum er samfelld snjókoma sem varir í tvo, þrjá tíma,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að áætlað sé að snjókomunni sloti um klukkan 13.

„Það er kaldara loft yfir nú seinni partinn og þá verða snjóél. Það snjóar og svo sést til himins á milli,“ segir Teitur.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, var á ferli í morgun í höfuðborginni og tók myndirnar að neðan.

 

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Víða vetrarfærð á landinu

Afar skörp kuldaskil nálguðust landið nú í morgun og mun kalda loftið þvinga sér yfir landið til austurs í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×