Fótbolti

ÍA kláraði FH í seinni hálfleiknum

Dagur Lárusson skrifar
Arnar Már var á skotskónum í dag.
Arnar Már var á skotskónum í dag. vísir/vilhelm
ÍA bar sigurorð á FH í Fótbolta.net mótinu í dag en leiknum var að ljúka rétt í þessu.

 

Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem byrjuðu leikinn betur og náði forystunni á 19. mínútu með marki frá Þóri Jóhanni. Skömmu seinna var staðan orðin 2-0 þegar Jónatan Ingi skoraði.

 

Á 30. mínútu náðu Skagamenn hinsvegar að minnka muninn en mark þeirra skoraði Bjarki Steinn Bjarkason og var staðan 2-1 í leikhlé.

 

Skagamenn mættu virkilega öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og jöfnuðu metin eftir aðeins nokkrar sekúndur og var Bjarki þar aftur á ferðinni.

 

Síðan nokkrum mínútum eftir það fengu liðsmenn ÍA síðan dæmda vítaspyrnu og mótmæltu gestirnir því lítið. Á punktinn steig Arnar Már Guðjónsson og kom ÍA yfir í fyrsta sinn í leiknum.

 

Fjórða mark ÍA kom síðan nokkrum mínútum seinna en þá skoraði Einar Logi Einarsson með skalla eftir flotta fyrirgjöf inná teig. 

 

Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik og því lokastaðan 4-2 fyrir ÍA.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×