Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið að sögn yfirlæknis á Vogi en á sama tíma heldur neysla á efninu áfram að aukast. Kókaínfíkn á Íslandi hefur vaxið stöðugt síðustu ár en fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Þar fjöllum við einnig áfram um nýja skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar á Íslandi en aðalhöfundur skýrslunnar segir ekki rétt að í henni sé öllum umhverfisverndarsamtökum líkt við hryðjuverkasamtök, líkt og borið hafi á í umræðunni.

Þá fjöllum við um umferðaröryggismál en rannsóknir benda til þess að foreldrar hugi síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri. Þá gagnrýna ungar athafnakonur stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað undir myllumerkinu #vinnufriður sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum í vikunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×