Innlent

Sjö leituðu á slysadeild vegna flugeldaslysa

Atli Ísleifsson skrifar
Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra.
Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. vísir/egill
Alls sóttu sjö manns á slysadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa í gærkvöldi og í nótt. Samkvæmt heimildum frá vakthafandi lækni á bráðadeild Landspítalans hafi þó enginn særst alvarlega og þótti nóttin skaplegri miðað við það sem verið hefur síðustu nýársnætur.

Þá segir hann að ekki hafi margir kvartað vegna öndunarfæraeinkennum og hafi nóttin verið heldur bærilegri en í fyrra hvað það varðar. 

Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra.

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir veðurskilyrði stærsta áhrifaþáttinn, en ekki séu vísbendingar um að minna hafi verið skotið upp af flugeldum.

„Ef við alla vega berum það saman við gamlárskvöld í fyrra sem var mjög slæmt þá var þetta miklu skárra núna. Bæði stóð mengunin miklu styttra yfir og hún var ekki eins há. Í fyrra, til dæmis, þá var hæsta gildið í Dalsmára, þá var það 4.600, núna var það 1.600,“ segir Þorsteinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×