Llorente með þrennu er Tottenham skoraði sjö gegn Tranmere

Anton Ingi Leifsson skrifar
Llorente fagnar í kvöld.
Llorente fagnar í kvöld. vísir/getty
Það voru lítil vandræði á Tottenham er liðið heimsótti Tranmere heim í enska bikarnum en Tottenham vann 7-0 sigur á C-deildarliðinu.

Tottenham þurfti aðeins að bíða eftir fyrsta markinu en það kom á 40. mínútu er bakvörðurinn Serge Aurier skoraði með þrumuskoti. Staðan 1-0 í hálfleik.

Það rigndi mörkunum í síðari hálfleik. Eftir tólf mínútna leik var staðan orðinn 4-0. Aurier hafði þá skorað sitt annað mark og framherjinn Fernando Llorente og Heung-Min Son sitt hvort markið.

Lorente skoraði fimmta markið og fullkomnaði svo þrennuna á 72. mínútu er hann skoraði sjötta mark Tottenham. Það vakti athygli er Llorente var tekinn af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok en Harry Kane var sendur á vettvang.

Sjöunda markið kom því ekki úr óvæntri átt en það skoraði enski fyrirliðinn, Harry Kane, átta mínútum fyrir leikslok. Sjö marka sigur Tottenham staðreynd sem eru komnir í 32-liða úrslitin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira