Handboltastrákar sóttu tugi trjáa hjá Vesturbæingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:15 Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“ Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Sjá meira
Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“
Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Sjá meira