Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Vaxandi hópur kvenna, sem eru ekki í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við par sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir en þeim líður sem annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Þau benda á að ófrjósemi sé að aukast og fæðingartíðni að minnka, og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilji ráðast í barneignir.

Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá áramótabrennu, lítum við í 100 ára afmælisveislu og spjöllum við rakara sem fagnar sjötíu ára starfsafmæli á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×