Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. Deildarstjóri á geðsviði landspítalans segir stöðuna grafalvarlega. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Einnig verður rætt við yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hann segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári.

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Orkumálastjóri segir myglu og rakaskemmdir í húsnæði hafa stóraukist hér á landi undanfarin 20 ár. Hann segir ýmsa þætti geta spilað inn í þessa þróun, meðal annars auknar kröfur um orkusparnað.

Þá hittum við rakara sem fagnar sjötíu ára starfsafmæli á árinu og lítum á gang framkvæmda við nýjan miðbæ á Selfossi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×