Enski boltinn

Guardiola: Erum komnir í úrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola vísir/getty
Pep Guardiola segist ætla að taka seinni leikinn í undanúrslitaviðureigninni við Burton í enska deildarbikarnum alvarlega þrátt fyrir að hafa unnið þann fyrri 9-0.

Englandsmeistararnir áttu ekki í neinum vandræðum með C-deildarliðið í gærkvöld og vann stærsta sigur sem hefur unnist á þessu stigi keppninnar.

„Úrslitin voru góð og við erum augljóslega komnir áfram í úrslitin, en það þarf að spila seinni leikinn og við munum taka hann alvarlega,“ sagði Guardiola eftir sigurinn í gær.

„Burton hefur átt ótrúlegt mót og þeir geta verið mjög stoltir af sjálfum sér, þeir gerðu mjög vel.“

„Það er ekki auðvelt að spila leiki eins og þessa gegn liðum úr lægri deildunum en við gerðum vel og tókum þessu alvarlega. Eftir annað og þriðja markið varð þetta auðveldara.“

„Nú ætla ég að fara og fá mér vínglas með Nigel Clough [stjóra Burton].“

Manchester City sækir Burton heim 23. janúar í seinni leiknum. Í úrslitunum mun City svo mæta annað hvort Chelsea eða Tottenham, nema það ótrúlegasta sem heimsbyggðin hefur séð í íþróttaheiminum gerist og Burton nái að vinna upp níu marka mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×